Snjöll tímaskráningarlausn

Vandað og þægilegt kerfi sem vinnur fyrir þig.

Fylgstu með verkefnastöðu í rauntíma

Sjáðu GPS staðsetningu starfsfólks þíns þegar það er í vinnu á vettvangi, hvaða verkefni það er að vinna og hve langan tíma vinnan tekur - í rauntíma.

Ekki tapa mikilvægum gögnum

Með GPS-tengdum lóðamörkum skráir TimeEd sjálfkrafa tímann sem starfsmaður eyðir á vettvangi og því glatast aldrei mikilvægar upplýsingar þótt starfsmaður gleymi að hefja/ stöðva tímaskráningu sjálfur.

Sendu reikninga með einum smelli

TimeEd er beintengt við DK bókhaldskerfi, svo þegar verkefnum er lokið er hægt að senda reikning á viðskiptavin með einum smelli. Einnig er hægt að tengja TimeEd við önnur bókhaldskerfi.

Haltu utan um frí- og veikindadaga

Ekki missa sjónar á því hverjir eru í vinnu. Með einföldu beiðnakerfi og skýru liðsdagatali TimeEd hafa stjórnendur og starfsfólk frábæra yfirsýn yfir hverjir eru veikir, hverjir eru í leyfi og hve marga ónotaða frí- og veikindadaga starfsmenn hafa.

Fáðu ítarlegar skýrslur

Láttu TimeEd útbúa ítarlegar skýrslur, sérsniðnar að þínum þörfum svo þú getir betrumbætt skipulag, fínpússað vinnuferla og hámarkað afköst þíns fyrirtækis.

Aðgengilegt og þægilegt.

TimeEd er fáanlegt í vefútgáfu (vafra) og sem smáforrit fyrir iPhone og Android á hvorki meira né minna en sex tungumálum: Íslensku, ensku, pólsku, rússnesku, eistnesku & litháísku.

Ánægðir viðskiptavinir.

Hér gefur að líta umsagnir nokkurra ánægðra notenda TimeEd.

Við höfum notað HomeEd frá því kerfið kom á markað og verið ánægð með þjónustuna og virkni kerfisins. Það er einfalt í notkun og hefur sparað okkur mikinn tíma og fjármuni.

Leverage agile frameworks to provide a robust synopsis for high overviews. Iterative approaches to faux corporate strategy foster collaborative thinking to further the overall value propositi

Leverage agile frameworks to provide a robust synopsis for high overviews. Iterative approaches to faux corporate strategy foster collaborative thinking to further the overall value propositi

Hlaða Fleiri umsagnir

Hefurðu áhuga á að vita meira?

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan og hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um TimeEd.

Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.

Hafðu samband

Vinsamlegast fylltu út þetta eyðublað hér fyrir neðan ef þú vilt fá frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Think Software eða óska eftir sérsniðinni lausn.
Nafn
Símanúmer
Netfang
Skilaboð hafa verið send.